Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2841 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?

Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....

category-iconLífvísindi: almennt

Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?

Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er óðal snæuglu?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?

Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur: Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m). Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m). Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt...

category-iconVeðurfræði

Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?

Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar. Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta letidýr?

Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa apar kímnigáfu?

Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki. Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? efti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?

Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Crohns-sjúkdómur virðist fylgja v...

category-iconFélagsvísindi

Hefur kærasti móður minnar rétt á að hirða af mér eign/ir? Hefur þessi aðili einhverja löglega stjórn yfir mér?

Ef móðir fer ein með forsjá barns en tekur svo upp skráða sambúð með kærasta sínum, fær hann einnig forsjá yfir barninu eftir að sambúðin hefur staðið í eitt ár, samanber 3. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 76/2003. Forsjá sambúðarforeldrisins varir þó aðeins á meðan á sambúðinni stendur, samanber þó 2. mgr. 30. gr. bar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?

Liðdýr eru að öllum líkindum sú fylking dýra sem inniheldur langflestar tegundir og hafa margir dýrafræðingar álitið að fjöldi liðdýra sé meiri en fjöldi dýrategunda í öllum öðrum fylkingum samanlagt. Jafnvel 80% allra dýrategunda tilheyra fylkingunni. Um fjölda núlifandi tegunda liðdýra er ekki vitað en menn hafa...

category-iconFélagsvísindi

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...

category-iconNæringarfræði

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er eyðimerkurgróður?

Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...

Fleiri niðurstöður