Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8764 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Mývatn?

Mývatn liggur í sprungusveimi kenndum við Kröflu, í sigdæld sem myndast hefur milli misgengja. Áður en Laxárhraun yngra rann var í Mývatnslægðinni stöðuvatn, álíka stórt og Mývatn en dýpra, og náði austar en Mývatn gerir nú (sjá mynd hér fyrir neðan). Forveri Mývatns (Árni Einarsson 1991) Eftirfarandi er byggt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og við hvaða skilyrði berst hafís til Íslands?

Nær allur hafís við Ísland er hingað kominn fyrir tilverknað hafstrauma og vinds. Það er aðeins í undantekningartilvikum sem hann myndast á hafsvæðum skammt undan ströndum landsins. Líkur á að hafís komi upp að ströndum landsins ráðast að mestu af tveimur þáttum: a) Heildarflatarmáli íss við Austur-Grænland og b) ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?

Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...

category-iconBókmenntir og listir

Hve margir voru riddarar hringborðsins?

Það voru eitt hundrað sæti við hringborðið hjá Artúr konungi samkvæmt Le Morte d'Arthur eftir Sir Thomas Malory frá 1485, en sú bók er aðalritið um Artúr (3. bók, 1. kafli). Sjá meira um enskar riddarasögur í svari Terry Gunnells við spurningunni Voru Camelot og Excalibur til? Mynd af Hringborði Artúrs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr syndir hraðast?

Það spendýr sem syndir hraðast er háhyrningstarfur (Orcinus orca). Hraði dýrs af tegundinni mældist 55,5 km/klst. í Kyrrahafi árið 1958. Sá var 6,1-7,62 m. langur. Höfrungstegundin Phocoenoides dalli ku geta náð sama hraða á stuttri vegalengd. Heimild: Heimsmetabók Guinness 1990, Örn og Örlygur, 1989. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?

Hér mun vera átt við bergtegund fremur en steintegund. Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast, árið 1821-23 var kvikan ísúr til súr (andesít til dasít), líkt og í Heklu. Slík bergkvika er svo seigfljótandi að hún veldur sprengigosum. Gosið 1821-23 varð á um 2 km langri sprungu í toppgígnum, gosmökkurinn reis hátt ...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær fæddist Jesús Kristur?

Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru til stjörnukíkjar á Íslandi sem gera manni kleift að sjá aðrar plánetur vel og er hægt að fá aðgang að þeim?

Já, það eru til stjörnukíkjar sem sjá aðrar stjörnur vel og það er hægt að fá aðgang að þeim hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Ef þú vilt vita meira um þetta farðu þá á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Myndir teknar með svona sjónaukum má finna á www.celestron.com. Þetta svar er eftir gru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar voru naggrísir fyrst fundnir og hve langt er síðan?

Naggrís (Cavia porcellus) er suður-amerískt nagdýr. Naggrísir geta orðið um 25 cm á lengd og lifa venjulega í þrjú til fimm ár. Inkarnir í Suður-Ameríku gerðu naggrísinn að húsdýri nokkrum öldum áður en evrópskir landvinningamenn komu til álfunnar um 1500. Stuttu eftir að Evrópumenn settust að í álfunni kynnt...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru til margir hestar á Íslandi?

Það eru til 70-80 þúsund hestar á Íslandi. Heimildir og meiri upplýsingar: Vefsetrið Íslenskur landbúnaður. Tímaritið Eiðfaxi. Mynd: Vefsetur Eiðfaxa Þetta svar er eftir grunnskólanemendur á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðsl...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þarf að margfalda fólksfjölda Íslendinga oft til að fá út fólksfjölda Kínverja?

Fólksfjöldinn í Kína er 1.227.740.000 manns og á Íslandi 282.845 sem þýðir að Íslendingar yrðu að vera 4340,6813 sinnum fleiri til að jafngilda fólksfjöldanum í Kína. Upplýsingar fengnar af: Upplýsingar um Kína Vefsetur Hagstofunnar Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?

Þetta orðatiltæki er notað til að lýsa aðstæðum þar sem allt situr fast eða þar sem ágreiningsatriði hamlar frekari framgöngu einhvers. Dæmi um notkun: „Búið er að semja um taxtahækkanir en ekki hefur náðst samkomulag um vaktaálag. Þar stendur hnífurinn í kúnni.” Elsta mynd orðatiltækisins er „Nú stendur hnífur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða blóðflokkur er það sem nýta má til blóðgjafar fyrir alla blóðflokka?

Þegar hefur verið fjallað nokkuð ítarlega um blóðflokkana hér á Vísindavefnum í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunum Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? Úr því svari má lesa að fólk í O-flokki myndar ekki mótefnisvaka og því er blóði sem það gefur sjaldnast hafna...

Fleiri niðurstöður