Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Er til annar heimur?

Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða föðurhús eru þetta þegar einhverju er vísað til föðurhúsanna?

Með orðinu föðurhús er átt við það heimili sem einhver ólst upp á með foreldrum sínum. Orðasambandið að vísa einhverju aftur til föðurhúsa merkir að ‘vísa einhverju á bug og senda það aftur þangað sem það er upprunnið’. Þannig kemur vísunin í föðurhús. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þessi heimild ú...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?

Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning. Nýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlang...

category-iconEfnafræði

Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?

Spurninguna má skilja á fleiri en einn máta. Ef við erum til dæmis að hugsa um loft inni í herbergi (það er í ákveðnu rúmmáli) þegar hitastigið er annars vegar -10°C og hins vegar þegar hitastigið er 40°C þá er heildarfjöldi sameinda meiri við lægra hitastigið ef loftþrýstingurinn er sá sami. Mismunurinn er um það...

category-iconEfnafræði

Er sameindin N2O til?

Sameindin N2O er til. Súrefni (O) og nitur (N) geta myndað nokkur tvíefna sambönd eða oxíð af frumefninu nitri. Þessi efnasambönd eru almennt táknuð sem NOX en með þeim rithætti er ekki verið að gefa samsetningu þeirra til kynna að öðru leyti en því að þau innihalda aðeins nitur og súrefni. N2O eða díniturmónoxíð ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru manneskjur misfeitar?

Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að holdarfar fólks ræðst bæði af erfðum og lifnaðarháttum, svo sem hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Í svari við spurningunni Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat? er fjallað stuttlega um hvers vegna við fitnum og bent á ön...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jaðarskattar?

Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Ætti ég að hafa áhyggjur af tilviljanakenndri hrörnun Higgs-sviðsins?

Upprunalega spurningin var: Það er ný kenning sem hræðir mig um false vacuum, er það satt eða ósatt? Hrörnun svonefnds Higgs-sviðs einhvers staðar í alheiminum hefði í för með sér að örsmátt, nærri kúlulaga svæði myndi stækka á ljóshraða í allar áttir. Þessi kúla myndi taka yfir sólkerfi okkar á nokkrum klu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju melta meltingarfærin ekki sjálf sig um leið og þau melta fæðu?

Þetta er mjög góð spurning, því að líkami okkar er einmitt gerður úr sams konar efnum og eru í fæðu. Bæði magasýra og meltingarensím gætu stuðlað að niðurbroti meltingarfæra, en gera það ekki. Magasýrufrumur í magaslímu, innsta lagi meltingarvegarins, seyta saltsýru (HCl) út í magaholið. Magavökvinn þar getur ...

category-iconLandafræði

Af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku? Árið 1642 kom hollenski sæfarinn og landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman fyrstur Evrópumanna auga á landið sem við þekkjum í dag undir nafninu Nýja-Sjáland. Þ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að hugsa röklega?

Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...

Fleiri niðurstöður