Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1233 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...

category-iconEfnafræði

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?

Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...

category-iconHugvísindi

Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?

Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...

category-iconHagfræði

Hvaða breytingar hafa orðið á tekjutengingu ellilífeyris frá apríl 2013 til september 2016?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...

category-iconJarðvísindi

Hvað er segultímatal og hvernig er það notað?

Í stuttu máli. Segulsvið jarðar (1. mynd) hefur umskautast „ótal sinnum“, síðast fyrir um 780 þúsund árum (2. mynd), og sennilega lengst af frá örófi alda. Segulstefnan á hverjum tíma er skráð (bundin) í bergið sem þá var að myndast, ekki síst í basalti hafsbotnanna og ofansjávar í hraunlögum. Segultalið sjálft v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?

Með lögleiðingu almenns kosningaréttar var stigið stórt skref í átt til lýðræðis á Íslandi. Það skiptir því miklu máli að vita hvenær og hvernig þessi réttur varð til. Í aðdraganda 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 2015 urðu nokkur skoðanaskipti á opinberum vettvangi um hvenær kosningaréttur varð almennur og h...

category-iconLæknisfræði

Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?

Upprunalegu spurningarnar voru:Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvor...

category-iconHeimspeki

Hvernig hugsaði Aristóteles?

Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að huga að því hvaða forsendur við höfum til að svara spurningunni. Í fyrsta lagi höfum við ekki beinan aðgang að hugsunum annarra, ekki einu sinni samtímamanna okkar, heldur er hann háður túlkun á orðum þeirra og hegðun. Það er alls ekki víst að ritverk fólks ein og sér ge...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða hellar til?

Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...

Fleiri niðurstöður