Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2121 svör fundust
Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?
Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...
Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...
Hversu margir búa í Suður-Afríku?
Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum ...
Er hægt að lýsa lit?
Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...
Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?
Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Af hverju varpast skuggar ekki í lit?
Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum. Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum r...
Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?
Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Eru kakkalakkar á Íslandi?
Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...
Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?
Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...
Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?
Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...
Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?
Rithöfundurinn Isabel Allende er frá Chile að uppruna en fæddist í Perú og bjó í mörgum löndum Suður-Ameríku sem barn. Hún er bróðurdóttir fyrrum forseta Chile, Salvador Allende, (1908-1973) en honum var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Í kjölfarið fór Isabel Allende í ...
Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?
Almenningur tengir hármissi ósjálfrátt við krabbamein. Hárlos og skalli er þó ekki fylgifiskur krabbameins, heldur meðferðar sem gripið er til og þá sérstaklega þegar gefin eru frumudrepandi krabbameinslyf. Skalli er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...