Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?

Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?

Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...

category-iconHeimspeki

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?

Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?

Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði frumuna?

Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma. Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru stýrigen og hvert er hlutverk þeirra? Hvert er nafn þeirra á ensku?

Stýrigen, sem oftar eru nefnd stjórngen, eru gen sem stjórna starfsemi annarra gena. Í reynd eru það prótínafurðir þeirra sem gegna stjórnunarhlutverkinu. Þær eru nefndar stjórnprótín eða stýriprótín. Þessi prótín tengjast kirnaröðum rétt fyrir framan upphaf gens og virðast hindra eða hvetja umritun þess, það er m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?

Hér er um forna goðsögn að ræða, svo gamla að menn greinir á um ástæðuna fyrir henni. Sagt er að kettir eigi níu líf en hver er hugsanleg skýring á þeirri hugmynd? Til forna var það talið heillamerki að eiga kött og ákveðin vernd fólst í því að hafa hann inni á heimilinu. Í Egyptalandi til forna var það talinn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er gjafsókn og hvenær á hún við?

Samkvæmt skýringum í greinargerð, sem fylgdi með frumvarpi sem síðar varð að lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála (héreftir nefnd EML) er gjafsókn samheiti fyrir „aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja hagsmuni sína eða verja þá í dómsmáli“. Um gjafsókn og gjafvörn er fjallað í XX. kafla EML og þar, eins ...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna eru Nóbelsverðlaun ekki veitt í stærðfræði?

Stungið hefur verið upp á ýmsum skemmtilegum skýringum á því hvers vegna ekki eru Nóbelsverðlaun í stærðfræði. Undir lok 19. aldarinnar var Svíinn Gösta Mittag-Leffler (1846-1927) einn af fremstu stærðfræðingum heims, og án efa þess verður að fá Nóbelsverðlaun í stærðfræði. Ástæðan fyrir því að ekki eru til Nób...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru LIBOR-vextir?

Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...

category-iconUnga fólkið svarar

Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?

Ég býst ekki við því að spyrjandi trúi öllu sem sagt er við hann dags daglega. Ég vona sannarlega að hann trúi til dæmis ekki að hann fái kraft úr kókómjólk eða að mamma hans sé alvitur. Heilmargt bull kemur af vörum lítilla barna og ef til vill aðeins minna frá þeim sem eldri eru. Það er einfaldlega ekki hægt að ...

category-iconLögfræði

Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?

Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldis...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?

Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...

Fleiri niðurstöður