Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Er það satt að maður komist í samband við anda í andaglasi?

Hugmyndin um andaglas er yfirnáttúrleg. Meginstef vísinda er hins vegar lögmál náttúru og samfélags og þess vegna geta vísindin lítið sagt um það sem sem er handan þeirra lögmála. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þ...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?

Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?

Langreyður (Balaenoptera physalus) er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði (Balaenoptera musculus). Fullorðinn langreyðartarfur getur vegið rúmlega 50 tonn og mælst rúmlega 18 metrar á lengd. Langreyðurin syndir hraðast allra reyðarhvala og er talin geta náð um 30 km hraða enda er hún nokkuð straumlínulaga...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru eineggja tvíburar með nákvæmlega eins erfðaefni?

Eineggja tvíburar eru komnir af einni og sömu okfrumunni og hafa nákvæmlega eins erfðaefni ef undan eru skildar stökkbreytingar sem kunna að hafa orðið í líkamsfrumum þeirra. Þeir eru samt aldrei alveg eins, sem sýnir og sannar að genin ein ráða ekki öllu um þroskun einstaklingsins. Eins mundi fara ef menn yrðu ei...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er settur poki í Geysi?

Poki með sandi er settur í rauf sem hoggin var árið 1935 í norðurbarm hversins. Tilgangurinn er að hefta rennslið úr honum og hafa skálina fulla, einkum vegna slysahættu ef hverinn gýs. Ef lítið vatn er í skálinni fara ferðamenn of nálægt gosrásinni. Pokinn er ekki settur í hverinn sjálfan en hins vegar er stundum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...

category-iconJarðvísindi

Hversu djúpt niður á hafsbotn hafa menn farið?

Dýpsti staður hafsins er í Challenger-djúpinu í Maríana-djúpálnum í vestanverðu Kyrrahafi en þar eru alls rétt tæpir 11.000 m frá yfirborði sjávar niður á botn. Það dýpsta sem fólk hefur farið er niður á botn djúpsins og lengra verður ekki komist. Þegar þetta svar er skrifað, í júlí 2025, hafa alls 27 manns komið ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður fólk stressað?

Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?

Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...

category-iconHugvísindi

Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?

Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconHugvísindi

Hverjir gerðu steinstytturnar á Páskaeyju og í hvaða tilgangi?

Páskaeyja eða Rapa Nui er örlítil og einangruð eyja austarlega í Kyrrahafi. Hún er nærri 2000 km austar en austustu byggðu eyjar í Tuamotu-eyjaklasanum, en 4000 km frá ströndum Suður-Ameríku. Hún er aðeins 164 ferkílómetrar – tvöfalt stærri en Þingvallavatn. Evrópumenn komu þangað fyrst 1722 (á páskadegi, þar...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

Fleiri niðurstöður