Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7649 svör fundust
Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?
Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...
Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?
Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga. Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagu...
Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?
Ætla má að spyrjandi hafi ekki í huga að sjóða egg með þessari aðferð, heldur sé spurningin frekar hugsuð sem heilabrot. Í svarinu verður þess vegna gengið út frá eftirfarandi: Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða. Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokku...
Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?
Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þes...
Hvað er MÓSA-smit?
MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus. Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarleg...
Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Í Mývatnssveit er talað um að eftir virkjun Laxár myndist ekki grunnstingull í henni. Hvað er og hvernig myndast svonefndur grunnstingull í ám? Sigurjón Rist vatnamælingamaður lýsti þessu svo:Frá náttúrunnar hendi fer rennsli úr Mývatni um grunnan flóa, sem heitir Breiða,...
Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?
Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...
Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum?
Ef vara er seld með flutningsskilmálunum EXW (ex works) þá ber kaupandi allan kostnað af því að ná í hana á athafnasvæði seljanda, hvort sem það er í verksmiðju hans eða vöruhús. Seljandi þarf einungis að sjá til þess að kaupandinn geti náð í vöruna á tilskilin stað og svo vitaskuld að varan sé eins og um var sami...
Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?
Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli. ...
Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?
Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...
Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?
Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...
Hvert er latneska heiti refsins?
Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær? Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan...
Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?
Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð og þaðan runnu í því gosi hraunin sem sýnd eru á meðfylgjandi korti. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en eins og sést á kortinu bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahra...
Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?
Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftan...
Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?
Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands. Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg. Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580...