Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1556 svör fundust
Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu. Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuo...
Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?
Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?
Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...
Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...
Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...
Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru vísindalegir möguleikar Surtseyjar - hvað getur Surtsey kennt okkur? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Myndun eyjunnar hefur gefið vísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með landnám lífríkis á nýju l...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...
Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?
Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann...
Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...
Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta
Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...