Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4925 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?

Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni. Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?

Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætuð þið sagt mér allt um sauðnaut?

Sauðnaut (Ovibos moschatus) eru að mörgu leyti sérstök í útliti og minna um margt á hin útdauðu spendýr sem ríkjandi voru á ísöld. Þetta er einkum vegna feldarins, sem er bæði þykkur og langur líkt og var hjá hinum útdauðu mammútum og loðnashyrningum. Sauðnaut deildu einnig búsvæðum með áðurnefndum tegundum, en h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?

Sebrahestar eru eitt af helstu einkennisdýrum afrískrar fánu. Talið er að uppruna þeirra megi rekja til frumhesta Norður-Ameríku sem bárust yfir landbrúna sem lá yfir Beringssundið og tengdi Alaska við Asíu. Þaðan dreifðust þeir um landflæmi gamla heimsins fyrir hundruðum þúsunda ára. Til eru þrjár tegundir seb...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?

Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar auðkennislykill í heimabanka?

Auðkennislykill (e. Secure ID token) byggir á tveggja þátta sannvottun eða auðkenningu. Auðkennið er þá annars vegar eitthvað sem notandi veit, það er notendanafn og síðan aðgangsorð eða -tala, og hins vegar eitthvað sem hann hefur, í þessu tilfelli auðkennislykill. Til eru nokkrar útfærslur af auðkennislyklum, e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?

Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?

Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?

Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?

Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er femínismi það sama og kvenfrelsi?

Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Lagarfljót?

Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar fundust öll íslensku handritin?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?

Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp straujárnið?

Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...

Fleiri niðurstöður