Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3240 svör fundust
Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?
Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, a...
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...
Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?
Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum: þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmö...
Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?
Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...
Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...
Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Hver er munurinn á ameríska og evrópska vísundinum?
Flestir dýrafræðingar telja ameríska og evrópska vísundinn vera sitt hvora tegundina. Sá ameríski nefnist Bison bison en sá evrópski Bison bonasus. Tegundirnar eiga sameiginlegan forföður en hafa verið aðskildar í langan tíma. Amerískir og evrópskir vísundar geta átt saman frjó afkvæmi og þess vegna telja sumir...
Af hverju eru byssur til?
Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...
Hvenær hæfir skel kjafti?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...
Are portmanteau words frequent in Icelandic?
Portmanteau words are quite rare in Icelandic, and that kind of word formation is not a part of the regular way of making new words for the Icelandic vocabulary. I have asked quite many people, e.g. the lexicographers at the lexicographical department of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies and some ...
Hvað eru ástarbréf og er fólk hætt að senda þau?
Ástarbréf eru tjáning tilfinninga og sérstök bókmenntagrein. Eðli þeirra og orðfæri hefur breyst í tímans rás og tekur alltaf mið af stað og stund, það er að segja þeim tíma og því menningarlega samhengi sem elskendurnir búa í. Almennt séð eru ástarbréf mikilvægur liður í því að skapa tilfinningalega nánd, kvei...
Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...