Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3333 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða medister er í medisterpylsu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er medisterpylsa og hvað merkir þetta medister forskeyti? Orðið medisterpylsa er fengið að láni úr dönsku medisterpølse. Fyrri liður danska orðsins medister, med-, er fenginn úr miðlágþýsku met, sem merkir ‘svínakjöt’, og ister er úr gamalli dönsku í merkingunni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?

Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?

Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

category-iconLandafræði

Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?

Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til. Um helmingur lands í Kanada er s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?

Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?

Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga. Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað ...

category-iconLögfræði

Hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og eiga þær líka við um erlenda ökumenn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mundu reglur um hringtorg styðjast við réttarheimildina venju, þar sem ekkert er fjallað um þau í umferðarlögum fyrir utan að lagning sé bönnuð? Hvernig myndi fara ef tjón yrði í hringtorgi við erlendan ferðamann sem héldi því fram að aðrar reglur um hringtorg giltu? Þann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa sum karlljón engan makka?

Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er saga þungarokksins?

Þungarokk (e. heavy metal) er ein allra vinsælasta og gróskumesta undirstefna dægurtónlistarinnar. Ýmsar kenningar eru uppi um hvenær það varð til. Sumir nefna lagið „Born to be Wild“ með hljómsveitinni Steppenwolf, þar sem setningunni „heavy metal thunder“ er fleygt fram og tónlistin svo sannarlega rokk í þyngri ...

category-iconÞjóðfræði

Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru stóru brandajól?

Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru líkurnar á því að flatfiskurinn silfurbrami verði algengari við Íslandsstrendur í náinni framtíð?

Silfurbrami (Pterycombus brama) er fiskur af bramaætt (Bramidae). Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa veiðst þrjár tegundir af þessari ætt og er stóri bramafiskur (Brama brama) algengastur. Heildaraflinn er þó ekki mikill, aðeins fáein tonn hin síðari ár. Silfurbrami (Pterycombus brama). Fiskar af þessari ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?

Heimskautsbaugarnir (e. polar circles) eru tveir ímyndaðir baugar sem liggja um jörðina. Annar þeirra er suðurheimskautsbaugur en hinn norðurheimskautsbaugur. Baugarnir liggja nálægt 66,5° suðlægrar og norðlægrar breiddar og teljast til breiddarbauga (e. circles of latitude) jarðar. Heimskautsbaugarnir afmarka ...

Fleiri niðurstöður