Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1693 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?

Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvo...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconStærðfræði

Gefnir eru þrír hringir og þrír kassar. Er hægt að tengja hvern hring við hvern kassa með strikum án þess að strikin skerist?

Fullskipað 3,3-tvíhlutanet: Er hægt að teikna það án þess að leggirnir skerist?Þessi þraut er gjarnan orðuð á þennan hátt: Leggja þarf lagnir frá gasveitu, rafveitu og vatnsveitu í þrjú hús. Er hægt að gera það án þess að nokkurs staðar þurfi ein lögn að liggja yfir aðra? Þrautin er oft lögð fyrir jafnt börn se...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gáttatif?

Gáttatif (e. atrial fibrillation) er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að það dregst saman og dælir blóði. Undir eðlilegum kringumstæðum er hjartsl...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna?

Vísindaleg nálgun í Kína til forna markaðist mjög af hagnýtum sjónarmiðum landbúnaðarsamfélagsins í óhjákvæmilegu samspili sínu við náttúruna. Heimsfræði Kínverja á síðustu öldum fyrir Krist mótaðist út frá hinu forna spádómskerfi breytinganna (Yijing eða I Ching 易經). Markmiðið var að miklu leyti það...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað geta þyngdarbylgjur sagt okkur um alheiminn?

Hinn 11. febrúar 2016 var tilkynnt að í fyrsta skipti hefði tekist að mæla þyngdarbylgjur. Mælingin var gerð hinn 14. september 2015 í Advanced LIGO-stöðinni sem sérstaklega er byggð til þessa verkefnis. Niðurstaðan er bæði vísindalegt og tæknilegt afrek því menn höfðu reynt að mæla þyngdarbylgjur í 40 ár áður en ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúðu?

Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...

category-iconVísindafræði

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?

Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar fundust öll íslensku handritin?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...

category-iconHugvísindi

Hvað voru skömmtunarárin?

Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949. Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárh...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru sólgos og segulstormur?

Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...

category-iconStærðfræði

Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

Fleiri niðurstöður