Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 631 svör fundust
Hvað heitir prjónninn sem gengur úr sylgjunni inn í gatið á beltisólinni?
Prjónninn sem gengur úr sylgjunni er kallaður þorn, eins og sést hér á skýringarmyndinni fyrir neðan. Aðra skýringarmynd er hægt að sjá í Íslenskri orðabók. Í útgáfunni frá 2002 er hún á blaðsíðu 1822. Annað heiti á sama hlut er standur. Mynd: Upprunaleg mynd er fengin af síðunni GunAccessories.com. Sótt 29.3....
Hvað merkir orðið sál?
Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...
Hver er rétta skýringin á orðinu skammrif?
Fyrir nokkru svaraði ég fyrirspurn um hvað orðasambandið að böggull fylgi skammrifi merkti. Athugull lesandi hafði samband við Vísindavefinn og benti á að skýring mín á skammrifi væri röng. Ég mun því fara yfir málið aftur, byrja á því að skoða elstu heimildir og rekja síðan merkingarlýsinguna eins og hún birtist...
Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins? Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt...
Hefur orðið reisluvog fleiri en eina merkingu?
Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1983, er sagt að reisla sé „sérstök vog, vog með löngu skafti (löngum armi) og einu lóði.“ Sama merking kemur fram í þeim dæmum sem finnast í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Safnið er öllum aðgengilegt hér. Orðabókin á aðeins eitt dæmi um reisluvog og virðist...
Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?
Orðið þollur hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‘keipur’ en með því orði er átt við umbúnað á borðstokki báts sem árin er lögð í við róður. Annað orð um það sama er samsetta orðið áraþollur. Árin er lögð í áraþoll þegar róið er. Orðabók Háskólans á engin dæmi um orðið flóapollur og ekki fannst það í út...
Hver er uppruni atviksorðsins alveg?
Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...
Hvað merkir orðatiltækið 'að beygja af'? Er svarið 'að gráta' eða 'beygja af leið'?
Orðasambandið beygja af getur bæði merkt 'fara að gráta' og 'víkja af leið, víkja af tekinni stefnu'. Í síðara tilvikinu eru undanskilin orðin leið, vegur eða eitthvert annað orð í svipaðri merkingu. Fyrri merkingin gæti tengst því að sögnin beygja af er sums staðar á landinu notuð um að slá fram og beygja skafla ...
Hvernig segir maður "maður" á grænlensku?
Þessari spurningu er varla hægt að svara henni nema með einu orði. Manneskja, maður, kallast á grænlensku inuk að því er segir í orðabók Schultz-Lorentzens, Den Grönlandske ordbog frá 1926, ljósprentun 1958. Þar segir: inuk, Menneske (maður, manneskja); inuit nunat, Grönland (Grænland); inua, dets Beboer eller Eje...
Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi?
Elsta heimild skráð í Orðabók Háskólans um orðið brandari er Íslensk sagnablöð útgefin að tilhlutun Hins íslenzka Bókmentafélags frá fyrri hluta 19. aldar. En þar er orðið notað í öðru samhengi, sem eldfæri frekar en gamanmál. Elsta heimild um orðið í merkingu skrýtlu er í greinasafni Einars Ól. Sveinssonar, Við u...
Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu?
Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:ogvera (so.)aðíáþaðhannégsemhafa Hægt er að lesa meira um tíðni orða og bókstafa í svari við spurningunni Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Eins eigum við svar við spurningunni Hvaða orð er oftast notað í heiminum? og svo væri gagnl...
Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?
Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...
Í hvaða löndum er töluð spænska?
Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...
Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?
Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...