Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1438 svör fundust
Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?
Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Hvað getur þú sagt mér um stjörnuþyrpingar?
Stjörnuþyrping er hópur stjarna sem haldast saman á litlu svæði vegna þyngdaraflsins. Stjörnuþyrpingum má skipta í kúluþyrpingar og lausþyrpingar. Stjörnuþyrpingum má þó ekki rugla saman við vetrarbrautir sem eru miklu stærri og stjörnur þeirra laustengdari. Í flestum vetrarbrautum er bæði að finna kúluþyrpingar o...
Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?
Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...
Hvað er popptónlist?
Popptónlist eða einfaldlega popp er dregið af enska orðinu „popular“ og á við um þá tónlist sem alla jafna nýtur vinsælda fjöldans. Á íslensku er orðið dægurtónlist gjarnan notað í sömu merkingu og vísar það til dægurfluganna sem lifa bara daginn. Er það bein vísun í meint eðli tónlistarinnar, að hún skilji í raun...
Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...
Af hverju eru veirur til?
Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...
Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?
Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...
Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...
Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Er hægt að verða ónæmur fyrir kvefi?
Áður en skýrt verður út hvernig ónæmiskerfið vinnur er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið ónæmi. Ónæmi er einnig kallað sérhæft viðnám gegn sjúkdómi og felst í að mynda sérhæfða gerð af frumu eða sameind, svokallað mótefni, gegn tilteknum vaka og engum öðrum. Vaki er hvert það efni — á yfirborði örvera, í/á m...
Hvað er gen?
Upphafsmaður erfðafræðinnar, Gregor Mendel (1822-1884), rannsakaði erfðir vissra einkenna hjá baunaplöntum (Pisum sativum). Hann skýrði niðurstöður tilrauna sinna með því að einkennin væru ákvörðuð af eindum sem erfðust með reglubundnum hætti. Mendel skrifaði á þýsku og nefndi þessar eindir einfaldlega Elemente. N...
Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?
Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...
Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað - en jú, hugsanlega er það siðlaust vegna þess að það eykur líkur á erfðagöllum hjá börnunum. Eftir því sem skyldleiki milli foreldra eykst því líklegra er að börnin líði fyrir skyldleikann. Hins vegar er breytilegt hvernig þessi áhrif verða en þó ljóst að þau geta verið mjög...
Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...