Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4628 svör fundust
Af hverju heitir fjallið Tindastóll þessu nafni?
Ekki er alveg ljóst hvaðan nafnið á fjallinu Tindastól í Skagafirði (995 m) norðan við Sauðárkrók er komið. Hár strýtumyndaður klettur í landi Alviðru í Ölfusi heitir líka Tindastóll. Orðið stóll er í öðrum fjallsnöfnum eins og Stóll sem er á milli Svarfaðardals og Skíðadals í Eyjafirði. Sauðárkrókur og Tind...
Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?
Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku barda...
Í gömlum landamerkjabréfum sem ég hef lesið er talað um sauðahús og beitarhús. Er munur á þessum húsum?
Eftir því sem best verður séð er lítill munur á þessum húsum. Beitarhúsin voru fjárhús sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. ...
Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það?
Orðið óðfluga er notað sem óbeygjanlegt lýsingarorð og sem atviksorð. Merkingin er 'mjög hraður; mjög hratt'. Fyrri liðurinn óð- er dregin af lýsingarorðinu óður í merkingunni 'hraður, tíður' og er notaður í herðandi merkingu. Sem dæmi mætti nefna óðfara 'sem fer hratt', óðlyndur 'fljóthuga, ákafur' og óðviðri 'mi...
Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?
Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, ...
Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?
Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...
Hvað merkir orðasambandið „von úr viti“? Til dæmis að eitthvað endist von úr viti?
Orðasambandið von úr viti er þekkt frá síðari hluta 18. aldar í merkingunni ‛afar lengi’. Það er notað með ýmsum sögnum til dæmis endast, kjafta, ríða, spyrja einhvern von úr viti. Ekki er alveg ljóst hvernig sambandið er hugsað. Vit merkir ‛skynsemi, greind, hyggindi’ og von ‛eitthvað sem maðu...
Hvernig fjölga hvalir sér?
Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir). Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða...
Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?
Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...
Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?
Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt ...
Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?
Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...
Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?
Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Um sum tímaskeið er a...
Af hverju er Ísland eyja?
Skipta má þurrlendi jarðar í meginlönd annars vegar og eyjar hins vegar. Í svari við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? er að finna eftirfarandi klausu: Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan ...
Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?
Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...
Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?
Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður. Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum v...