Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5889 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?

Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...

category-iconVísindi almennt

Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?

Fullyrðingin snýst um þann hóp manna sem drekkur um það bil einn tebolla á dag, án tillits til annarra einkenna þeirra sem í hópnum eru. Tíðni sjúkdómsins, til dæmis fjöldi tilfella á hvert þúsund einstaklinga, er þá önnur en meðaltalið hjá fólki yfirleitt. Líkur einstaklinganna hvers um sig kunna hins vegar að ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er andefni?

Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hafa nýjar hugmyndir um svonefndan púka Maxwells komið fram upp á síðkastið?

Púki Maxwells er lítill djöfull sem var hugsaður til að ganga gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Frá því um 1950 hefur verið ljóst að eðli hans brýtur í raun ekki í bága við gild eðlisfræðilögmál. Á 19. öld rannsökuðu eðlisfræðingar eðli hita, varma og véla. Út úr því spratt fræðigrein sem nefnist varmafræð...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?

Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...

category-iconLögfræði

Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?

Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindin spáð eldgosum?

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...

category-iconHeimspeki

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...

category-iconHeimspeki

Hvernig er lykt?

Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver óskö...

category-iconLæknisfræði

Hvað er CDG-heilkenni?

Skammstöfunin CDG stendur fyrir Congenital Disorders of Glycosylation, en áður var hún þekkt sem Carbohydrate-Deficient Glycosylation. Hér er um að ræða samheiti yfir flokk meðfæddra efnaskiptasjúkdóma sem trufla myndun sykurprótína (e. glycoproteins) á einn eða annan hátt og byggist flokkun þeirra á því í hvaða þ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru páskar ekki eldri en kristni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er haldið upp á páskana eins og það komi Jesú eitthvað við? Það voru haldnir páskar áður en Jesús var til? Vissulega var páskahátíðin hátíð Ísraela og Gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinn...

category-iconLæknisfræði

Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?

Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...

Fleiri niðurstöður