Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1817 svör fundust
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Af hverju er fólk á móti fötluðum?
Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...
Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við? Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók H...
Er talan 0,9999999.... = 1?
Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...
Af hverju stafar vefjagigt og hvað eru margir með sjúkdóminn?
Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) tengist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telj...
Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?
Hér er einnig svarað spurningu Ástu Hauksdóttur, "Af hverju er alltaf minna eða ekkert hrím á bílum gangstéttarmegin?" Snæbjörn gerir nánari grein fyrir spurningunni sem hér segir: Dæmi í morgun 11 stiga frost á Ak, bíllinn uþb. 2 m frá húsinu sem er einnar hæðar með þakskeggi. Rúður sem snúa að húshlið al...
Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?
Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævaforna...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?
Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Hver er eðlilegur líkamshiti manns?
Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...
Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?
Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...
Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...
Af hverju er mjólkin hvít?
Einn spyrjandi spurði sérstaklega: Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít? Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá ...