Sólin Sólin Rís 07:42 • sest 18:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er?

Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora) eru sjö hákarlategundir tilgreindar sem kunna að verða í útrýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. Verslun með aðrar tegundir kann að vera í lagi, að því tilskyldu að næg vísindaleg þekking sé til staðar.

Satt best að segja er stofnstærð þeirrar hákarlategundar sem Íslendingar hafa mest veitt af á undanförnum öldum, grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus), ekki þekkt. En þar sem veiðiálagið er ekki mikið má ætla að veiðarnar séu sjálfbærar. Af hákarlategundunum sjö sem nefndar eru á lista CITES finnst ein við strendur Íslands, það er hámeri (Lamna nasus).

Íslendingar veiða aðallega grænlandshákarli. Á myndinni sést hákarl af ættkvíslinni Somniosus.

Samkvæmt mati vísindamanna er heildarstofnþyngd (e. biomass) hámerar í Atlantshafi um 4.409 tonn og er hann aðeins um 11% af upphaflegri stofnstærð (e. virgin population) en það er mat vísindamanna á stofnstærð tegundarinnar áður en veiðar hófust. Tegundinni hefur hnignað mjög á undanförnum áratugum en hún finnst á öllum helstu hafsvæðum heimsins. Veiðiálagið er sérstaklega mikið í Indlandshafi.

Hámerin finnst djúpt suður af Íslandi og var afli íslenska flotans á henni á síðasta ári aðeins 793 kg en hámerin kemur sem meðafli á öðrum veiðum. Aflinn er því svo óverulegur að hámerinni stafar engin hætta af slíkum veiðum. Slíkt má einnig segja um aðrar tegundir nema grænlandshákarlinn en bein sókn er í hann þótt hún sé óveruleg og minniháttar ef við skoðum afla í sögulegu samhengi.

Hámeri (Lamna nasus) er eina hákarlategundin af þeim sjö sem nefndar eru á lista CITES, sem finnst við strendur Íslands.

Á síðasta ári voru 6,3 tonn veidd af grænlandshákarli en fyrr á öldum var heildarafli Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga að jafnaði rúmlega 30 þúsund dýr á ári. Miðað við um 900 kg meðalþyngd hefur heildaraflinn verið um 27 þúsund tonn. Í þá daga var olían úr lifur skepnunnar notuð til götulýsingar í evrópskum borgum. Eftir að menn fóru að nota aðra orkugjafa hrundu þessar veiðar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2014

Spyrjandi

Óskar Helgi Guðjónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2014. Sótt 3. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=66755.

Jón Már Halldórsson. (2014, 7. febrúar). Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66755

Jón Már Halldórsson. „Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2014. Vefsíða. 3. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er?

Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora) eru sjö hákarlategundir tilgreindar sem kunna að verða í útrýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. Verslun með aðrar tegundir kann að vera í lagi, að því tilskyldu að næg vísindaleg þekking sé til staðar.

Satt best að segja er stofnstærð þeirrar hákarlategundar sem Íslendingar hafa mest veitt af á undanförnum öldum, grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus), ekki þekkt. En þar sem veiðiálagið er ekki mikið má ætla að veiðarnar séu sjálfbærar. Af hákarlategundunum sjö sem nefndar eru á lista CITES finnst ein við strendur Íslands, það er hámeri (Lamna nasus).

Íslendingar veiða aðallega grænlandshákarli. Á myndinni sést hákarl af ættkvíslinni Somniosus.

Samkvæmt mati vísindamanna er heildarstofnþyngd (e. biomass) hámerar í Atlantshafi um 4.409 tonn og er hann aðeins um 11% af upphaflegri stofnstærð (e. virgin population) en það er mat vísindamanna á stofnstærð tegundarinnar áður en veiðar hófust. Tegundinni hefur hnignað mjög á undanförnum áratugum en hún finnst á öllum helstu hafsvæðum heimsins. Veiðiálagið er sérstaklega mikið í Indlandshafi.

Hámerin finnst djúpt suður af Íslandi og var afli íslenska flotans á henni á síðasta ári aðeins 793 kg en hámerin kemur sem meðafli á öðrum veiðum. Aflinn er því svo óverulegur að hámerinni stafar engin hætta af slíkum veiðum. Slíkt má einnig segja um aðrar tegundir nema grænlandshákarlinn en bein sókn er í hann þótt hún sé óveruleg og minniháttar ef við skoðum afla í sögulegu samhengi.

Hámeri (Lamna nasus) er eina hákarlategundin af þeim sjö sem nefndar eru á lista CITES, sem finnst við strendur Íslands.

Á síðasta ári voru 6,3 tonn veidd af grænlandshákarli en fyrr á öldum var heildarafli Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga að jafnaði rúmlega 30 þúsund dýr á ári. Miðað við um 900 kg meðalþyngd hefur heildaraflinn verið um 27 þúsund tonn. Í þá daga var olían úr lifur skepnunnar notuð til götulýsingar í evrópskum borgum. Eftir að menn fóru að nota aðra orkugjafa hrundu þessar veiðar.

Myndir:

...