Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3709 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað halda menn með pomp og prakt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það er alltaf talað um að eitthvað sé haldið með pomp og prakt en hvað er þetta pomp og prakt? Orðasambandið með pomp(i) og prakt er fengið að láni úr dönsku, med pomp og prakt. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog ober det danske sprog, er pomp gefið í merkingunni...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?

Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð. Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?

Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins. Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags dagle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið gerekti dregið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi? Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur ...

category-iconMenntavísindi

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?

Klara B. Jakobsdóttir er fiskalíffræðingur og rannsóknir hennar lúta aðallega að brjóskfiskum (til dæmis gráskötu, tindaskötu, hákarli og öðrum háffiskum), djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum. Áhugasvið hennar og rannsóknir hafa að mestu beinst að alhliða rannsóknum á líffræði þessara tegunda, en oft er lítið vitað ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?

Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi. Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?

Tveir firðir með þessu nafni eru á landinu, annar á Austfjörðum og hinn á Vestfjörðum. Heiti þeirra eru alveg eins nú en svo hefur ekki alltaf verið. Í Landnámabók er sá eystra skrifaður Seyðarfjörður en sá vestra Seyðisfjörður. Ekki er þó víst að þessi munur sé til marks um mismunandi merkingu eða uppruna. Í ísle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða draumur er í dós?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós? Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Dan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp orðið lýðveldi?

Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?

Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi. Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur. Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu ...

Fleiri niðurstöður