Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7384 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig og þrýsting bráðnar ál?

Ál er fljótandi á hitabilinu 660,32°C - 2519°C við eina loftþyngd samkvæmt 85. útgáfu CRC (Handbook of Chemistry and Physics) og með markpunkt (einnig kallað krítískur punktur, e. critical point) 6700°C.1,2 Samkvæmt heimildum hækkar bræðslumark áls við hækkun á þrýstingi en lækkar ekki og því ætti ekki að vera hæg...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconHugvísindi

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?

Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður". Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til fo...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?

Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð. ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er eitthvað til í því að reginrisinn Betelgás verði brátt sprengistjarna?

Sprengistjörnur blossa upp í vetrarbrautinni okkar að jafnaði á fimmtíu til hundrað ára fresti. Þær geta orðið svo bjartar að þær sjáist vel berum augum og jafnvel að degi til. Síðast sást svo björt sprengistjarna árið 1604 og er hún kennd við Jóhannes Kepler (1571-1630) sem fylgdist kerfisbundið með henni. Leifar...

category-iconHugvísindi

Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?

Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Níels Bohr og hvert var framlag hans til vísindanna?

Níels Bohr (1885-1962) var danskur eðlisfræðingur, einn af frægustu mönnum þeirrar vísindagreinar á sínum tíma. Auk þess sem hann setti fram nýmæli í nútíma eðlisfræði kom hann á fót merkri stofnun í Kaupmannahöfn þar sem margir af helstu eðlisfræðingum heimsins unnu að þróun eðlisfræðinnar, einkum í skammtafræði....

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu?

Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær ber að nota hvert/eitthvert og hvenær hvað/eitthvað?

Sum orð, einkum töluorð og fornöfn, geta staðið ýmist hliðstætt, það er með nafnorði eða öðru fallorði, eða sérstætt, það er að segja að þau standa ein sér. Fornöfnin hvert og eitthvert eru notuð hliðstætt en hvað og eitthvað sérstætt. Dæmi: „Hvert barnanna á hjólið?” „Eitthvert þessara barna á hjólið”. Hér eru...

category-iconNæringarfræði

Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?

Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir. Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur f...

Fleiri niðurstöður