Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1945 svör fundust
Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?
Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...
Er hægt að brjóta náttúrulögmál?
Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...
Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...
Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?
Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina. Kvæðið er eftirfarandi: ...
Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...
Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?
Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....
Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?
Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...
Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?
Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...
Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?
Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...
Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu?
Einhverfa er röskun sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við ýmsum áreitum í umhverfinu. Sumt fólk með einhverfu getur tjáð sig og hefur eðlilega greind, aðrir læra hugsan...
Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?
Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...
Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?
Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...
Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?
Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...
Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?
Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...
Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?
Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun ...