Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8008 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Guffi?

Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson. Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju erum við með augabrúnir?

Líklega er helsti tilgangur augabrúna að koma í veg fyrir að vökvi á borð við regnvatn eða svita berist í augun. Lögun augabrúnanna gerir að verkum að vatn lekur fremur framhjá augunum en inn í þau. Einnig er mjög líklegt að augabrúnir auðveldi mönnum að sýna tilfinningar sínar. Þegar fólk er reitt hleypir það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða gíraffar gamlir?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...

category-iconTrúarbrögð

Hvað stóð í saltara?

Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum. Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni íslenska fjárhundsins?

Íslenski hundurinn er talinn skyldastur norska búhundinum og hann barst líklega til Íslands með landnámsmönnum. Hann var lengi notaður í smalamennsku en er núna vinsæll fjölskylduhundur. Íslenski fjárhundurinn nýtur töluverðar sérstöðu enda var afbrigðið lengi einangrað frá öðrum afbrigðum. Íslenski fjárhun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Dreymir ketti?

Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru. Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast dropsteinshellar?

Þegar hraun rennur myndast skorpa á yfirborðinu sem oftlega verður svo þykk að hún myndar kyrrstætt þak yfir hraunstraumnum sem þá rennur í göngum. Þegar sjatnar í göngunum verður til hraunhellir. Rannsóknir á dropsteinum, sem sumir kalla dropasteina, úr slíkum hellum sýna að þeir eru myndaðir úr afgangskviku ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk?

Þvagmagn sem myndast hverju sinni fer fyrst og fremst eftir því hversu mikinn vökva maður drekkur en það er rétt hjá spyrjanda að það er ekki alveg sama hver vökvinn er. Í kaffi og bjór eru efni sem hafa bein áhrif á þvagmyndun. Þessi efni virka þó á ólíkan hátt. Manneken Pis er eitt þekktasta kennileitið í B...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Augusto Pinochet?

Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Geta fiskar lifað í geimnum?

Fiskar geta ekki lifað í geimnum.Óvarðir og án útbúnaðar geta fiskar ekki lifað í geimnum, ekki frekar en menn. Fiskar draga súrefni úr vatni og það er ekkert vatn úti í geimnum. Jafnvel þótt fiskurinn fengi vatnsskál festa á hausinn á sér, eins og geimfarar eru með hjálma, myndi hinn lági þrýstingur í geimnum öru...

category-iconLandafræði

Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?

Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?

Sjúklingur þarf að taka tvenns konar lyf, annars vegar lyf A og hins vegar lyf B. Mikilvægt er að taka einungis eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B á hverjum degi þar sem það getur haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér að taka fleiri en eina töflu af hvoru lyfi. Auk þess er mjög mikilvægt að taka bæð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?

Þessi mynd var tekin um tíuleytið.Til að takast á við þessa spurningu má spyrja hvort orðin „tíu“ og „leytið“ hefðu skýrt setningafræðilegt hlutverk sem tvö aðskilin orð. Dæmið kann að skýrast sé „tvö“ sett í stað „tíu“ svo út fengist setning á borð við „Jón horfði frá tvö leytinu.“ „Leytinu“ tekur hér þágufall...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi: Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur? Tveir umsækjendur er...

Fleiri niðurstöður