Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2291 svör fundust
Hvað gerði William Wallace?
Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Val...
Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?
Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...
Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?
Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...
Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...
Hver eru helstu frumefni líkamans?
Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fy...
Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?
Víkingar fundu mýrarauða ekki í vötnum heldur finnst járnið í mýrum, eins og nafnið bendir til. Rauðablástur að hætti víkinga var stundaður í Skandinavíu, Finnlandi og í Eystrasaltslöndum, þar sem járnið finnst í mýrum („myrmalm“ er skandinavíska heitið), en í Danmörku var það unnið úr ýmis konar hörðu seti. ...
Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona?Á Vísindavefnum er sagt Örfirisey en í símaskránni er skrifað Örfirsey. Hvort er rétt og hvers vegna? Nafnmynd fyrrverandi eyjar við Reykjavík er Örfirisey. Hennar er getið í heimildum frá 1379 (Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 201). Á Breiðaf...
Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?
Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin. Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar...
Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?
Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...
Hvað merkir textinn lorem ipsum?
Lorem ipsum merkir alls ekki neitt. Þetta er hins vegar brot úr latneskri málsgrein eftir rómverska stjórnmálamanninn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Í heild sinni er málsgreinin svona: nemo enim ipsam voluptatem, quia voluptas sit, aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos, ...
Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?
Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...
Hvernig á að bera í bætifláka?
Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...
Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?
Bæði uppstigningardag og sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag að vori og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort þeir geti fallið á sama daginn. Uppstigningardagur er fimmtudagur fjörtíu dögum eftir páska. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? er ...