Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4922 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er MND arfgengur sjúkdómur?

MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr lifa dýpst í sjónum?

Stærstur hluti sjávar er hyldýpi þar sem sólargeislar ná ekki niður. Þörungar þrífast þar ekki en engu að síður finnast fjölmargar dýrategundir á þessum slóðum, bæði hryggdýr og hryggleysingjar. Tegundafjöldinn er að vísu ekki eins mikill og í efri lögum sjávar og eru dýrin aðlöguð að hinum sérstöku aðstæðum sem t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?

Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?

Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir heitið Kleifar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Staðarnafnið Kleifar er algengt. Kleifar í Skötufirði, Kleifar í Seyðisfirði. Magnea frá Kleifum (í Kalbaksvík). Svo hef ég heyrt talað um að Kleifarnar og hef skilið það þannig að fara fram á lága kletta til að sjá fram af þeim. Þá er til Hestakleif milli Mjóafjarðar og Ísafjarða...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast straumflögótt berg?

Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta? Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur. Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. S...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig líta íslenskir draugar út?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér hvernig draugar líta eða litu út á Íslandi, ekki Hollywood-útgáfan? Er eitthvað fjallað um það í Íslendingasögu og þjóðsögum? Ég er að gera leirskúlptúr við ljóðið Móðir mín i kví kví og mig vantar góða mynd í kollinn minn hvernig barnið (draugurinn) á að...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstífla og hvernig er hægt að losna við hana?

Ritstörf eru þess eðlis að vel mætti halda því fram að ekkert sé til sem heitir ritstífla, svo fremi sem líkams- og heilastarfsemi ritarans sé innan eðlilegra marka. Það að segjast ekki geta skrifað sökum ritstíflu sé bara afsökun fyrir að takast ekki á við ritsmíðaverkefnið eða slá því á frest. Samt sem áður lend...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?

Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum. Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi he...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?

Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...

category-iconÍþróttafræði

Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...

Fleiri niðurstöður