Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7114 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?

Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...

category-iconFélagsvísindi

Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?

Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis. Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og ger...

category-iconMannfræði

Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?

Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kynímynd?

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...

category-iconEfnafræði

Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau?

Sarín er eiturefni í flokki lífrænna fosfórsambanda. Efni þessi voru fyrst búin til skömmu fyrir heimstyrjöldina síðari hjá lyfjafyrirtækinu Bayer í Þýskalandi í þeim tilgangi að nota þau til útrýmingar á skordýrum. Eitt þessara efna var sarín. Þegar í ljós kom hve mikilvirk efnin voru skipuðu þýsk hernaðaryfirvöl...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu kenningar í sambandi við fjöldadauða í lok tríastímabilsins?

Talið er að aðeins fjórum til fimm sinnum í sögu jarðar hafi átt sér stað jafn umfangsmikill útdauði tegunda og varð í lok tríastímabils fyrir um 208 milljónum ára. Meira en 20% af þeim 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó um þetta leyti dóu út. Einnig hefur verið sýnt fram á að landdýr urðu illa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um fálka?

Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi. Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifa slímálar?

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?

Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?

Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra? ...

category-iconLandafræði

Af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku? Árið 1642 kom hollenski sæfarinn og landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman fyrstur Evrópumanna auga á landið sem við þekkjum í dag undir nafninu Nýja-Sjáland. Þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er sjón laxa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...

Fleiri niðurstöður