Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er sjálfjónun?
Gerum ráð fyrir að kjarni í atómi sé í örvuðu ástandi. Það þýðir meðal annars að orka hans er meiri en orka grunnástands. Hann getur sent frá sér þessa umframorku sem alfa-, beta- eða gammageisla sem svo eru kallaðir. Eindirnar í alfa- eða betageislum eru hlaðnar og hleðsla kjarnans breytist því við þess kona...
Hver er munurinn á krafti og orku?
Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...
Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?
Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra. Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmi...
Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?
Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins...
Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...
Eru Maríutásur tærnar á Maríu?
Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...
Af hverju eru ský á himnum?
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kemur vatnið? segir: Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - ...
Geta hvalir talist meindýr?
Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...
Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?
Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...
Af hverju verða stökkbreytingar?
Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...
Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?
Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...
Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?
Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...
Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?
Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...
Hvað er sólin heit?
Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...
Hversu langt frá jörðu er þyngdarleysi?
Við höfum þegar svarað ýmsum spurningum um þyngdarleysi og má finna svörin með því að setja það orð inn í leitarvél Vísindavefsins hér efst á vefsíðunni. Hér lítum við svo á að hér sé átt við þyngdarleysi í þeirri merkingu að þyngdarsvið sé 0, það er að segja að enginn þyngdarkraftur verki á hlut á viðkomandi ...