Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6575 svör fundust
Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...
Hvaða kostir og gallar fylgja afnámi verðtryggingar af húsnæðislánum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir eru kostir og gallar við afnám verðtryggingar á húsnæðislánum á Íslandi? Það er flestum á aldrinum milli 25 ára og 35 ára ofviða að greiða íbúðarhúsnæði út í hönd. Við því má bregðast með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi með því að leita á leigumarkað. Í öð...
Hver er stærsti kaupstaður á landinu?
Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...
Hvað er yfirborðsspenna?
Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...
Hvernig verða demantar til í náttúrunni?
Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu...
Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?
Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýriLokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnas...
Getur jarðolía mengað jörðina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá? Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina. Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunal...
Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?
Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...
Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...
Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...
Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?
Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...
Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...
Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?
Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...
Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?
Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar. Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfi...
Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi. MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA...