Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?
Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en ...
Hvað er skálmöld og við hvaða skálm er átt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið eða hugtakið skálmöld? Hvaðan er þetta orð komið og við hvers konar skálm er átt? Orðið skálm er fornt orð yfir sverð en þekkist einnig í merkingunni 'stór hnífur, sveðja'. Skálmöld merkir 'ófriðaröld, vígaöld'. Orðið þekkist fyrst úr 44. (45.) vísu Völ...
Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?
Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Hann hefst miðvikudaginn í níundu viku vetrar á tímabilinu 21.-27. desember. Honum líkur á miðnætti fimmtudaginn í þrettándu viku vetrar á tímabilinu 19.-26. janúar. Þá tekur þorrinn við. Mánaðarheitið mörsugur er nefnt í svokallaðri Bókarbót sem er ...
Hverjum er ekki fisjað saman?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „fisjað"? Notað einu sinni í svari hér á Vísindavefnum: „Okkur er ekki fisjað saman!" Sögnin að fisja er aðeins notuð í orðasambandinu einhverjum er ekki fisjað saman í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’ sem þekkist frá 19. öld. Einnig kemur fyrir...
Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?
Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert. Ef við viljum telja upp að endalausu...
Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?
Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...
Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...
Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?
Af spurningunni er ekki ljóst hvort átt er við stefnu "norðuljósageislanna", það er að segja lóðrétta stefnu, eða stefnu norðurljósaslæðunnar í heild sinni og verður því báðum spurningunum svarað. Eins og flestir hafa séð mynda norðurljósin stundum eins konar tjöld á himninum sem bærast til og frá. Þetta á þó ...
Hvað þýðir spútnik?
Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...
Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?
Samkvæmt skýrslu Samgönguráðuneytisins, Samgöngur í tölum 2003, voru fólksbílar á Íslandi 161.721 talsins árið 2002. Sú tala er fyrir neðan svonefnt mettunarmark, 600 bíla á hverja 1.000 íbúa, en samkvæmt því hefðu bílar átt að vera 174.000 talsins árið 2002. Í sömu skýrslu kemur fram að meðaleyðsla bíls á Ísla...
Hver er munurinn á krafti og orku?
Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...
Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...
Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...
Hvað eru til margir bílar á Íslandi?
Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2004 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendum afar hagstætt á tímabili. Samkvæmt þessum upplýsingum Hagstofunnar vo...
Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?
Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...