Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?

Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en það er aðaluppistaðan í hári spendýra, þar á meðal í hári manna, nöglum og hófum hófdýra.

Skjöldurinn á skjaldbökum er hluti af beinagrind þeirra. Hann vex í réttu hlutfalli við aðra líkamshluta skjaldbökunnar.

Skelin er þannig hluti af beinagrind skjaldbökunnar og líkt og önnur bein þá vaxa þau eftir því sem dýrið stækkar. Um fituaukningu er ekki að ræða hjá skjaldbökum, rétt eins og hjá öðrum skriðdýrum (Reptilia). Ef skjaldbaka er stríðalin á mat þá einfaldlega stækkar hún. Sömuleiðis hleypur vöxtur í beingrindina eins og eðlilegt er þegar lífvera vex. Við slíkan vöxt stækkar skjöldurinn einnig og undir venjulegum kringumstæðum vex hann í réttu hlutfalli við aðra líkamshluta dýrsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hefur líkami skjaldbaka með harða skel einhverja vörn gegn því að fitna svo það þrengi ekki um þær í skelinni?

Útgáfudagur

22.3.2011

Spyrjandi

Pétur Ingi Jónsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2011. Sótt 13. desember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=58684.

Jón Már Halldórsson. (2011, 22. mars). Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58684

Jón Már Halldórsson. „Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2011. Vefsíða. 13. des. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58684>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Leiklist

Hægt er að rekja þróun vestrænnar leiklistar og leikritunar til Forngrikkja. Uppruni grískrar leiklistar er á huldu en sennilega varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Leikrit Grikkja voru af þrennu tagi: harmleikir, bukkaleikir (eða satýrleikir) og skopleikir. Gríski heimspekingurinn Aristóteles hélt því fram að það væri manninum eðlislægt að herma eftir öðrum.