Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7284 svör fundust

Hvert er rúmmál einingarkúlu?

Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...

Nánar

Hvar í heiminum lifir glókollur?

Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...

Nánar

Hvaðan kemur orðið gler? Á sænsku talar maður til dæmis um "ett glas vatten", en orðið glas þýðir einnig gler.

Orðin glas og gler eru náskyld. Gler varð til við svokallað R-hljóðvarp. Germanska frumhljóðið var -a-, (endurgert *glazá- með áherslu á síðara atkvæði). Raddað s, sem táknað var með z, varð að sérstöku hljóði sem táknað er með R, það er að segja að frumnorræna myndin varð *glaRa-. Þetta R olli hljóðvarpi og úr va...

Nánar

Er heili siðblindingja öðruvísi en í venjulegu fólki?

Spurning Eneku hljóðaði upphaflega svona:Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi? Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki p...

Nánar

Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?

Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa. Karri (kerri, keri, rjúpk...

Nánar

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

Nánar

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

Nánar

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

Nánar

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?

Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...

Nánar

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

Nánar

Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?

Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...

Nánar

Fleiri niðurstöður