Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu.
Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Mig langar að heyra hvort það geti passað á ég sé i blóðflokki A en foreldrar minir báðir i O?
Já, það er mögulegt, en afar sjaldgæft. Blóðflokkarnir eru fjórir talsins; A, AB, B og O. Fólk í A-blóðflokki hefur A-mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum, fólk í B-blóðflokki ...
Sniðill er (bein) lína (line, straight line) sem sker annan feril (curve), til dæmis hring (circle), samanber línuna gegnum punktana A og B á myndinni. Sniðill er þýðing á erlenda stærðfræðiorðinu secant sem er komið úr latínu og merkir eiginlega 'sá sem sker'. Orðið sniðill hefur verið notað í íslensku stærðfræði...
Því sem næst sömu reglur gilda um heiti forskeyta á stærðum í tölvum og í metrakerfinu að öðru leyti. Þannig er talað um kíló- fyrir þúsund, mega- fyrir milljón og svo framvegis. Þó ber að hafa tvennt í huga.
Í fyrsta lagi eru tölvur byggðar upp á tvíundakerfi og því kemur talan 1024 í stað 1000, en 1024 er ei...
Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...
Svarinu við spurningunni er skipt í tvo kafla. Sá fyrri gefur almenna yfirlitsmynd um uppbyggingu og virkni nætursjónauka, meðan líta má á seinni kaflann sem ýtarefni um íhluti sjónaukans. Fyrri kaflinn ætti að nægja mörgum lesendum en sá seinni er ætlaður þeim kröfuharðari. Hann fjallar um tæknilega útfærslu og e...
Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir.
Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...
Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum.
Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....
Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B.
Málið flækist nokkuð ef...
Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...
Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar.
Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup sí...
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...
Spurningin í heild er sem hér segir:Ef ég er kyrr og í austri nálgast hlutur (A) á 0,6 c miðað við mig og annar úr vestri (B) á sama hraða, hver er hraði hlutar A miðað við B?Eins og sjá má í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við a...
Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er ...
Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!