Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7152 svör fundust

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...

Nánar

Hvaðan á orðið „romsa“ uppruna sinn?

Orðið romsa getur verið bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir ‘þula, langloka’ en sögnin ‘þylja (í belg og biðu)’, til dæmis romsa einhverju upp úr sér. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi um bæði orðin frá því snemma á 19. öld. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:772) segir Ásgeir Blöndal Magnússon ...

Nánar

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...

Nánar

Hvernig myndast hraunhellar?

Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það get...

Nánar

Hvað merkir að munstra sig á skip og hver er uppruni orðatiltækisins?

Sögnin að munstra merkir ‛að skrá einhvern í skipsrúm’, það er að skrá einhvern sem áhafnarmeðlim á skipi. Hún þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 17. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Af henni eru leidd nafnorðið munstrun ‛skráning, það að skrá einhvern í skipsrúm’ og lýsingarorði...

Nánar

Hvernig virka orgel?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...

Nánar

Hvers vegna éta kvenkyns köngulær karldýrin eftir mökun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig makast krossköngulær?Æxlunarmáti krossköngulóa er mjög óvenjulegur. Sæði karldýrsins er framleitt í kynkirtlum sem tengjast ekki þreifurum sem gegna hlutverki getnaðarlims. Þegar köngulærnar verða kynþroska ummyndast þreifararnir og geta þá tekið við og geymt sæ...

Nánar

Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?

Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum...

Nánar

Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson) Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir ...

Nánar

Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?

Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...

Nánar

Eru rafrettur hættulegar?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...

Nánar

Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?

Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...

Nánar

Hvað er hæðarveiki?

Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...

Nánar

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...

Nánar

Fleiri niðurstöður