Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1200 svör fundust

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

Nánar

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

Nánar

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

Nánar

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?

Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...

Nánar

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

Nánar

Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?

Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...

Nánar

Hvað eru völvur?

Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...

Nánar

Hvaðan var Leifur heppni?

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...

Nánar

Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...

Nánar

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

Nánar

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...

Nánar

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...

Nánar

Fleiri niðurstöður