Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 151 svör fundust

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?

Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...

Nánar

Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...

Nánar

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað?

Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar, með áherslu á verufræðilega og pólitíska þætti. Doktorsritgerð Björns, La question de la justice chez Jacques Derrida (París: L‘Harmattan ...

Nánar

Hvað er naívismi?

Hugtakið naívismi er komið úr umræðu um myndlist og er dregið af lýsingarorðinu naív sem kemur úr latínu nativus, sem merkir einfeldnislegur eða tilgerðarlaus. Naívismi eða naív list vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun og fylgja fremur eigin tilfinningu og sannfæringu e...

Nánar

Hvað er borgaravitund?

Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...

Nánar

Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?

Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hvert sé hentugasta stjórnarfyrirkomulagið sem hægt er að koma á, en greinilegt er þó að fulltrúakerfið hefur orðið órjúfanlegur þáttur í framkvæmd nútímalýðræðis einmitt vegna þess að það er afar hentugt í framkvæmd. Því fer hins vegar fjarri að fulltrúalýðræði hafi alltaf ...

Nánar

Hvers konar bókmenntastefna er klassisismi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða bókmenntastefna tíðkaðist á tímum upplýsingarinnar? Upplýsingin var ekki eiginleg bókmenntastefna þó að áherslumál hennar birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Mikið var lagt upp úr skynsemi og þekkingarleit en bókmenntir áttu líka að vekja ánægju. Svokallaður ...

Nánar

Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver var Marcus Quintilianus? (Svana) Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth) Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamó...

Nánar

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

Nánar

Hvað er franska upplýsingin?

Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...

Nánar

Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?

Sennilega kemur Malakoffpylsan upphaflega frá Rússlandi. Að minnsta kosti er hún talin sem rússnesk pylsa í þýskumælandi löndum. Sagt er að í hana þurfi meðal annars nautatungu og svínafitu. Hvernig og hvaðan Malakoff-pylsan barst til Íslands er ekki vitað. Líklegast upphaflega frá Danmörku því að í gömlum auglýsi...

Nánar

Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?

Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...

Nánar

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

Nánar

Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?

Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...

Nánar

Fleiri niðurstöður