Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7197 svör fundust

Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?

Orðið úr í merkingunni ‘lítil klukka’ er tökuorð í íslensku og þekkist í málinu frá því á 18. öld. Hingað er orðið sennilegast komið úr dönsku ur sem þegið hefur það úr miðlágþýsku ūr, ūre ‘úr; klukkustund’ eða miðhollensku ūre í sömu merkingu. Í háþýsku í dag er notað orðið Uhr sem einnig var teki...

Nánar

Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttar...

Nánar

Hvenær er dagur tónlistardýrlingsins heilagrar Sesselju?

Dagur heilagrar Sesselju er 22. nóvember, bæði samkvæmt kaþólskri trú og í rétttrúnaðarkirkjunni (e. orthodox church). Flestum heimildum ber saman um að Sesselja hafi verið uppi á þriðju öld, en sumar telja að hún hafi verið uppi á annarri öld. Sesselja er sögð hafa verið af rómverskum aðalsættum og átti að h...

Nánar

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?

Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...

Nánar

Hver var Alexander Fleming?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...

Nánar

Af hverju heita rúsínur þessu nafni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju heita rúsínur þessu nafni en aðrir þurrkaðir ávextir eru bara kallaðir t.d. þurrkaðir banananar, þurrkuð jarðarber o.s.frv.? Orðið rúsína er tökuorð í íslensku yfir þurrkuð vínber. Elsta myndin er rúsín og kemur fyrir í Guðbrandsbiblíu 1584 (1Sam 25:18). Þá my...

Nánar

Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...

Nánar

Hvaðan kemur orðið skriðdreki?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera? Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. ...

Nánar

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?

Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...

Nánar

Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...

Nánar

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?

Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún. Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst...

Nánar

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

Nánar

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

Nánar

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

Nánar

Fleiri niðurstöður