Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 107 svör fundust

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...

Nánar

Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?

Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði. Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar...

Nánar

Hvað er hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...

Nánar

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

Nánar

Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um fuglaflensu. Þeirra á meðal eru: Geta hundar fengið fuglaflensu? Ef fuglaflensan berst hingað til Íslands með farfuglum, er þá líklegt að kötturinn minn sýkist? Hvernig er með smit úr farfuglum yfir í kýr, hesta og önnur dýr? Geta þau smitast ef þau éta gras ...

Nánar

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

Nánar

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?

Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Atmonia ehf. Helga Dögg hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða. Að loknu doktorsprófi tók hún við ...

Nánar

Hvað er blýeitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý? Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun....

Nánar

Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?

Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...

Nánar

Fleiri niðurstöður