Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 41 svör fundust

Erfast skuldir frá foreldrum?

Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?

Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...

Nánar

Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?

Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...

Nánar

Hvað er erfðafræði?

Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...

Nánar

Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?

Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...

Nánar

Hvað er hvatberi?

Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...

Nánar

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?

Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið...

Nánar

Hver er munurinn á geni og DNA?

Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen. Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna fr...

Nánar

Hvað er æxlisbæligen?

Byrjum á að rifja stuttlega upp svar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? en þar sagði meðal annars um aðdraganda þess að frumur fari að hegða sér sem krabbameinsfrumur: Til grundvallar liggja alltaf breytingar í stjórnstöð frumunnar og forritum, það er í erfðaefninu (DNA)...

Nánar

Hvernig sjúkdómur er stúffingur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig sjúkdómur er stúffingur (brachydactylia)? Hvernig erfist hann? Hver eru einkennin? Hvað er gallað? Stúffingur (e. brachydactylia eða brachydactyly) er ástand sem einkennist af óeðlilega stuttum fingrum og tám. Ástæðan er sú að eitt eða fleiri bein í fingrum eða tám þrosk...

Nánar

Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?

DNA og RNA eru kjarnsýrur sem báðar eru afar mikilvægar fyrir allar lífverur, sú fyrri sem erfðaefni en sú síðari sem túlkandi erfðaboða. Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa. Í DNA eru ferns k...

Nánar

Fleiri niðurstöður