Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2091 svör fundust
Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?
Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi. Algen...
Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?
Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga. Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum innga...
Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?
Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...
Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?
Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...
Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?
Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku. Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. ...
Hvað er ISIS?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ISIS, hver eru markmið þeirra og af hverju? ISIS (skammstöfun á enska heitinu Islamic State in Iraq and Syria eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi) eru tiltölulega ný samtök sem starfa fyrst og fremst í Írak og Sýrlandi eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru þó einnig...
Hvað er að fá sér einn gráan?
Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...
Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?
Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...
Verður heimsendir árið 2012?
Að undanförnu hefur borið mikið á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er...
Hvernig fá menn sér kríu og hvað kemur krían því við?
Orðasambandið að fá sér kríu er stytting úr að fá sér kríublund ‛leggja sig mjög stutta stund’. Orðið kríublundur þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 20. öld. Allir sem þekkja kríuna hafa tekið eftir að hún tyllir sér oft niður örstutta stund eða vokar yfir æti og steypir sér síðan niður, veiðir og er ...
Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?
Sú tilraun að setja mentosnammi ofan í flösku af kóki hefur öðlast töluverða frægð með tilkomu netsins. Nægir að nota leitarorðin 'mentos' og 'coke' eða 'soda' í leitarvél eins og Google og fær maður þá fjöldann allan af myndskeiðum sem sýna gosið sprautast upp úr flöskunni. Til að mynda má sjá eitt slíkt á vefsíð...
Hvað er atómmassaeining?
Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi. Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er tá...
Hvers vegna fá menn snjóblindu?
Snjóblinda er sársaukafullt ástand sem lýsir sér í ljósfælni, bólgu í hornhimnu og táru (slímhimnu augans) og jafnvel tímabundinni (oftast) blindu. Snjóblinda stafar af ljósskemmdum (bruna) sem verða á hornhimnu augnanna þegar þau eru óvarin gegn sterku sólarljósi og útfjólubláum geislum sem endurkastast af sn...
Af hverju fá menn hausverk?
Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan...
Af hverju fá kýr júgurbólgu?
Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...