Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 99 svör fundust

Hvernig myndast lungnakrabbamein?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna? Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og ó...

Nánar

Hvað gerist í kransæðakerfi líkamans við mikla áreynslu?

Orkuþörf líkamans er breytileg og gerir kröfur til hjartans um síbreytileg afköst. Kransæðakerfið þarf að geta brugðist hratt við aukinni orkukröfu hjartans með meira blóðflæði. Við það eitt að fara úr hvíldarstöðu í mikla áreynslu getur blóðflæðið 5-6 faldast í heilbrigðu kransæðakerfi. Lífeðlisfræði kransæða...

Nánar

Hvað er hjartahringur?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...

Nánar

Hvernig eru volt og amper skilgreind?

Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (17...

Nánar

Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...

Nánar

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

Nánar

Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...

Nánar

Þjónusta í boði

Vísindavefurinn hefur áralanga reynslu á sviði vísindamiðlunar og allir starfsmenn vefsins eru háskólamenntaðir á sviði vísinda og fræða. Vísindavefurinn tekur að sér stærri sem smærri verkefni á sviði vísindamiðlunar gegn greiðslu. Hér má finna lýsingar á nokkrum verkefnum sem Vísindavefurinn hefur ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað?

Sigrún Nanna Karlsdóttir er dósent við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að efnisfræði í tengslum við áraun efna í tærandi umhverfi, sér í lagi tæringu málma í jarðhitaumhverfi en einnig oxun háhita-keramikefna, og tjónagreininga vegna tæringar- e...

Nánar

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Nánar

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

Nánar

Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð? Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur l...

Nánar

Hvað eru hafstraumar?

Sterkir straumar eru í öllum heimshöfunum og þess vegna flyst stöðugt og um sömu slóðir mikið magn sjávar þúsundir kílómetra. Meginstraumarnir ná niður á nokkur hundruð metra dýpi og greinast oft í minni kvíslar. Flæði hafstrauma er táknað með einingunni Sverdrup og er 1 Sv = 1 milljón m3/s. Til samanburðar er ...

Nánar

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?

Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...

Nánar

Fleiri niðurstöður