Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...
Í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og til...
Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu.
Þegar fó...
Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...
Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn.
Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð.
Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...
Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...
Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...
Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna.
Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...
Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...
Spyrjandi bætir við:
Eru til dæmi á Íslandi um að auglýsingum sé beint að börnum?
Til að auglýsing geti haft bein áhrif á börn þurfa þau bæði að gera sér grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða og vita hver tilgangur auglýsingarinnar sé. Talið er að börn geti greint auglýsingar frá öðru dagskrárefni við fimm ára...
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.'
En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Nei, það er alls ekki víst að hún myndi gera það. Það er ljóst, eins og með svo margt annað, að bæði líffræðilegir þættir (eins og erfðir og hormón) og félagslegir þættir (svo sem uppeldi) skipta máli fyrir kynsamsemd (e. gender identity) fólks, það er hvort það líti á sig sem karl eða konu, og hvaða kynhlutverk ...
Í aðalatriðum er minni munur á körlum og konum sem uppalendum en sá munur sem er á körlum innbyrðis og konum innbyrðis. Fólk elur börn sín upp með mismunandi hætti og sá mismunur fer eftir mörgu öðru frekar en kynferði foreldranna. Til dæmis tekur fólk með sér sem foreldrar mismunandi reynslu frá eigin uppeldi og ...
Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!