Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 518 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll. Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á...

category-iconVeðurfræði

Eru til margar gerðir skýja?

Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...

category-iconSálfræði

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...

category-iconBókmenntir og listir

Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?

Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður. Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...

category-iconLögfræði

Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga á milli skyldra aðila og hver er réttarstaða þess sem gengst undir þannig samkomulag.Lagalegt gildi munnlegra samninga er almennt jafnt gildi skriflegra samninga. Um einstakar samningsgerðir geta verið reglur í lögum sem binda gildi...

category-iconStjórnmálafræði

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?

Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...

category-iconLæknisfræði

Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Eru 50% líkur á því að kona sem á pabba sem er blæðari og mömmu sem er arfberi verði blæðari eða eru konur alltaf arfberar? Ef faðir er blæðari og móðir arfberi eru helmings líkur á að stúlkufóstur verði arfhreint um X-tengt dreyrasýkigen. Aftur á móti fæðast ekki slík stúl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?

Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi. Elsta heillegi mannslíkami sem fundis...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lífhimnubólga og er hún lífshættuleg?

Lífhimnubólga (e. peritonitis) er bólga í lífhimnunni, það er þunna vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan og umlykur þannig öll líffæri í kviðnum. Ef sýking kemst í himnuna er allt kviðarholið í hættu, þar með talin öll innri líffærin. Til eru tvær gerðir lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þeg...

category-iconHugvísindi

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?

Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...

Fleiri niðurstöður