Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3119 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál einingarkúlu?

Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...

category-iconStærðfræði

Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?

Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp krullujárnið?

Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?

Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?

Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...

category-iconHeimspeki

Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?

Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconBókmenntir og listir

Hver kom inn um baðherbergisgluggann?

Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ítrun Newtons?

Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar sólarrafhlaða?

Ljósspennurafhlöð (e. photovoltaic cells) eru tól sem umbreyta sólarljósi (ljósorku) beint í raforku. Þau eru gerð úr hálfleiðurum. Nánar má lesa um þá í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er hálfleiðari? Þegar skeytt er saman hálfleiðurum með annars vegar n-leiðni og hins vegar p-leiðni eru mynduð svo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan koma nifteindirnar sem skotið er í úran-235?

Þegar nifteindum er skotið á kjarna getur þrennt gerst, í meginatriðum, ef nifteindin fer nægilega nálægt kjarnanum. Í fyrsta lagi geta kjarnakraftar valdið stefnubreytingu á nifteindinni. Í öðru lagi getur kjarninn gleypt nifteindina og umbreyst án kjarnaklofnunar (en þó getur það valdið því að geislun komi úr kj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

Fleiri niðurstöður