Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 148 svör fundust

Hvað er súrál?

Súrálsduft. Súrál er efnasamband áls og súrefnis sem jafnframt nefnist áloxíð. Efnaformúla þess er Al2O3 og vísar til þess að það samanstendur af álfrumeindum (Al) og súrefnisfrumeindum (O) í hlutföllunum tveir á móti þremur. Súrál er hvítt, púðurkennt efni og aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum líkt...

Nánar

Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?

Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...

Nánar

Hvers vegna verðum við gráhærð?

Háralitur ræðst af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem meðal annars er að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar að mynda melanín og hárin verða þá gegnsæ. Á meðan örlítið af litarefni er enn í hárunum virðist hárið vera grátt en án litarefnis verður ...

Nánar

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?

Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...

Nánar

Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum. Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur e...

Nánar

Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?

Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skiln...

Nánar

Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?

Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...

Nánar

Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar? Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur),...

Nánar

Af hverju er vatn glært?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...

Nánar

Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá ýmsum náttúrusteinum, en svo nefnast einu nafni þeir steinar sem búa yfir töframætti. Þar er meðal annars sagt frá lausnarsteininum. Helsti kostur lausnarsteinsins er að hann leysir konu „sem á gólfi liggur vel og skjótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annaðhvort l...

Nánar

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?

Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...

Nánar

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

Nánar

Af hverju límist límtúpan ekki saman?

Það má skipta límgerðum gróflega í tvo flokka eftir virkni þeirra. Annar flokkurinn byggir á herslu (stífnun) af völdum efnahvarfa og hinn flokkurinn byggir á herslu af völdum uppgöfunar vökva (leysi). Lím í fyrri flokknum eru almennt sterkari en lím úr seinni flokknum en jafnframt eru þau oft vandmeðfarnari og ge...

Nánar

Fleiri niðurstöður