Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 25 svör fundust

Hvað er jökull?

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...

Nánar

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

Nánar

Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?

Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...

Nánar

Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?

Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...

Nánar

Hvaðan kemur vatnið í fossa?

Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár). Á einhverjum tímapunkti féll allt það...

Nánar

Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?

Hefð er fyrir því á Íslandi að greina ár og læki í lindár, dragár og jökulár eftir uppruna þeirra. Í bók sinni Myndun og mótun lands útskýrir Þorleifur Einarsson ágætlega muninn á ám í þessum þremur flokkum:Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni ... Dragár eiga sér tíðum engin glögg upptök. Þær ...

Nánar

Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?

Sennilegast er að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að bera set í Öxarfjörð þegar í ísaldarlok, fyrir 12.000 árum eða svo. Þetta má sýna fram á með því að skoða malarhjalla sem myndast þar sem straumvötn renna í sjó eða stöðuvötn. Í ísaldarlokin urðu hraðar sjávarstöðubreytingar: fyrst stóð sjór hátt miðað við núveran...

Nánar

Hvað er átt við með leiðni í ám?

Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...

Nánar

Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...

Nánar

Hvernig grafa ár sig niður?

Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...

Nánar

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

Nánar

Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?

Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum k...

Nánar

Fleiri niðurstöður