Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 229 svör fundust

Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?

Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...

Nánar

Hvaða hjátrú er til um rauðhærða og annað rautt?

Hræðsla við rauðhært fólk kemur víða fram í þjóðtrú. Á Írlandi er talið mikið ólánsmerki að mæta rauðhærðri konu á vegferð sinni þótt varla verði hjá því komist í stærri bæjum þar í landi. Sums staðar hafa rauðhærðir jafnvel álíka slæmt orð á sér og svartir kettir. Í einstaka tilfellum eru rauðhærðir þó frekar gæf...

Nánar

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?

Við skulum fyrst athuga hvað ræður hvíta lit snjósins. Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum. Þeir endurspegla með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. En endurkastið ræður einmitt lit snjósins. Snjórinn verður þannig hvítur vegna þess að hvíta ljósið er blanda af öllum litum litrófsins. Myndi sn...

Nánar

Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?

Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim. Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á l...

Nánar

Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...

Nánar

Hvernig virka COVID-heimapróf?

Upprunalega spurningin var: Hvernig mæla COVID-heimapróf smit? Algengustu heimaprófin sem mæla kórónuveirusmit byggja á svokallaðri mótefnaskiljun (e. immunochromatography), en nafnið er dregið af því að mótefni gegn prótínum SARS-CoV-2-veirunnar eru notuð til að mæla hvort veiran sé til staðar í sýni eða e...

Nánar

Hvernig myndast eldrauð krítarsteinsjarðlög?

Eldrauður litur í jarðlögum er oftast til marks um að hematít (blóðsteinn, Fe2O3) sé í berginu. Járn sem er í tvígildum ham (Fe2+) er mjög leysanlegt í vatni og getur borist langar leiðir, en þegar það oxast í þrígildan ham (Fe3+), eins og er í hematíti, fellur það út þegar í stað. Hematít er algengt "bindiefni" í...

Nánar

Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?

Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...

Nánar

Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?

Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...

Nánar

Af hverju er rauður litur jólanna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...

Nánar

Er hægt að lýsa lit?

Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...

Nánar

Hvernig þróuðust litir?

Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu. Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum...

Nánar

Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?

Ló eða kusk í nafla samanstendur einkum af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Sviti límir svo þessi efni saman í hnoðra. Samkvæmt rannsóknum Karls Kruszelnickis við Háskólann í Sydney í Ástralíu, virðist naflaló frekar berast upp frá nærfötum frekar en niður frá skyrtum og...

Nánar

Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka?

Ljón (Panthera leo) eru venjulega brúnleit á skrokk og oft fölleitari á kvið. Brúni liturinn getur verið missterkur, frá þéttum brúnum lit í fölbrúnan. Makki karlljóna er dökkleitur en liturinn er breytilegur eftir aldri og deilitegundum. Á ákveðnum svæðum í Kenía og í Senegal eru til makkalaus ljón. Þegar ath...

Nánar

Fleiri niðurstöður