Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...
Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá.
Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...
Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...
Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...
Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...
Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...
Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd?
Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...
Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...
Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178).
...
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...
Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni.
Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!