Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2377 svör fundust

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...

Nánar

Hvernig er dýralífið í Marokkó?

Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...

Nánar

Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu. Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuo...

Nánar

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

Nánar

Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?

Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...

Nánar

Hvaða pláneta er næst Mars?

Það er jörðin sem er næsta pláneta við Mars. Fjarlægðin milli þeirra er mjög breytileg, allt frá tæplega 56 milljón km til 400 milljón km. Þessi munur stafar af því að reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Röðin á plánetum sólkerfisins frá sólu er þessi: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpí...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...

Nánar

Hvað er steppa?

Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...

Nánar

Hvaða dýrategund telur flesta einstaklinga?

Upprunalega spurningin var: Hvert er fjölmennasta dýr jarðar eða hvaða tegund? Stutta svarið er að það er ekki vitað hvaða einstaka tegund telur flesta einstaklinga en það er væntanlega einhver smár hryggleysingi. Tölur um stofnstærðir eru alltaf mat vísindamanna því ógerlegt er að telja alla einstaklin...

Nánar

Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?

Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...

Nánar

Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?

Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662): Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja? S...

Nánar

Fleiri niðurstöður