Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?

Aðalbjörn Þórólfsson

Þar sem norður- og suðurljós eru alltaf til staðar á sama tíma og eru því sem næst samhverf, verður aðeins talað um norðurljós hér eftir.

Forsendur fyrir norðurljós á reikistjörnum eru nægilega sterkt segulsvið og nægilegur lofthjúpur. Í sólkerfinu okkar er staðfest að norðurljós hafa sést á jörðinni, Satúrnusi, Júpiter, Úranusi og Neptúnusi.

Reikistjörnurnar sem uppfylla ekki skilyrði fyrir norðurljós eru því þrjár:
  • Merkúríus hefur segulsvið, en lofthjúpurinn þar er nánast ekki til staðar.
  • Venus hefur ekki segulsvið, en hins vegar lofthjúp.
  • Mars hefur mjög veikt segulsvið og nánast engan lofthljúp.

Gera má ráð fyrir að norðurljós séu einnig til staðar á öllum reikistjörnum utan okkar sólkerfis sem hafa segulhvolf og lofthjúp.

Hér sést mynd sem Hubble-sjónaukinn tók af Satúrnusi með útfjólubláu ljósi. Rauðu liturinn sýnir norður- og suðurljós sem stafa af útgeislun frá vetnisfrumeindum í lofthjúpi Satúrnusar. Tekið skal fram að litirnir á myndinni eru ekki raunverulegir litir Satúrnusar og norður- og suðurljósanna.

Mynd:

Höfundur

háloftaeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka

Útgáfudagur

9.12.2013

Spyrjandi

Helgi Þór

Tilvísun

Aðalbjörn Þórólfsson. „Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2013. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66424.

Aðalbjörn Þórólfsson. (2013, 9. desember). Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66424

Aðalbjörn Þórólfsson. „Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2013. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66424>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?
Þar sem norður- og suðurljós eru alltaf til staðar á sama tíma og eru því sem næst samhverf, verður aðeins talað um norðurljós hér eftir.

Forsendur fyrir norðurljós á reikistjörnum eru nægilega sterkt segulsvið og nægilegur lofthjúpur. Í sólkerfinu okkar er staðfest að norðurljós hafa sést á jörðinni, Satúrnusi, Júpiter, Úranusi og Neptúnusi.

Reikistjörnurnar sem uppfylla ekki skilyrði fyrir norðurljós eru því þrjár:
  • Merkúríus hefur segulsvið, en lofthjúpurinn þar er nánast ekki til staðar.
  • Venus hefur ekki segulsvið, en hins vegar lofthjúp.
  • Mars hefur mjög veikt segulsvið og nánast engan lofthljúp.

Gera má ráð fyrir að norðurljós séu einnig til staðar á öllum reikistjörnum utan okkar sólkerfis sem hafa segulhvolf og lofthjúp.

Hér sést mynd sem Hubble-sjónaukinn tók af Satúrnusi með útfjólubláu ljósi. Rauðu liturinn sýnir norður- og suðurljós sem stafa af útgeislun frá vetnisfrumeindum í lofthjúpi Satúrnusar. Tekið skal fram að litirnir á myndinni eru ekki raunverulegir litir Satúrnusar og norður- og suðurljósanna.

Mynd:

...