Náskata (Raja fullonica) er vel æt og hún er unnin á sama hátt og aðrar skötutegundir sem eru veiddar hér við land, svo sem skata (Raja batis) og tindaskata (Raja radiata).
Árið 2020 var heildarafli náskötu á Íslandsmiðum tæp 17 tonn en sama ár var heildarafli tindaskötu 827 tonn.
Náskata (Raja fullonica) er...
Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt.
Aristóteles til vins...
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í
sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa.
Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...
Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...
Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af ...
Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurni...
The short answer is that there is no particular limit to the distance it travels. If we were out in space and inside the ray of light, and there were no clouds between us and the light source, we could see it, either with the naked eye or with the appropriate equipment. With sufficiently good equipment, we would...
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...
Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...
Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...
Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta:
Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem...
Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum.
...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!